Tilkynnt um samstarf Rapyd og Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) og styrktarverkefnið, Stoðsending Rapyd.
Stoðsending Rapyd og samstarf okkar við HSÍ endurspeglar okkar sterku íslensku rætur sem spanna síðustu 40 ár. Á því tímabili hefur sama dygga fólkið unnið að því að tengja Ísland við alþjóðleg tækifæri og fjártæknilausnir. Það einfalda sjónarmið að vera alltaf sanngjörn og vinna hörðum höndum fyrir viðskiptavini okkar, varð til þess að við erum leiðandi í greiðslumiðlun á Íslandi. Þessi skuldbinding er rauði þráðurinn í samvinnu okkar við íslenska handboltann.
Ég er stoltur af því að kynna Stoðsendingu Rapyd, styrktarverkefni sem veitir styrki upp á 700 þúsund krónur til 10 ungra framúrskarandi leikmanna í unglingalandsliðinu í handbolta.
Þetta endurspeglar trú Rapyd á íslenskt íþróttafólk og löngun okkar til að styðja við framþróun þeirra. Það er heiður fyrir Rapyd að standa á hliðarlínunni og hvetja landsliðin áfram á meðan þau undirbúa sig undir næstu verkefni.
Hvernig styrkveitingin fer fram
Með Stoðsendingu Rapyd styrkjum við 10 ungt íþróttafólk á aldrinum 16-21 árs í æfingum og námi. Styrkjunum er ætlað að verðlauna íþróttaiðkun, námshæfileika og framlag þeirra til samfélagsins. Rapyd skilur áskoranirnar sem ungt íþróttafólk stendur frammi fyrir, sérstaklega þeim sem bæði stunda nám og íþróttir.
Opið er fyrir umsóknir til 5. desember 2023, og bíðum við spennt eftir að heyra sögur upprennandi meistara. Íþróttafólk eru hvatt til að senda inn umsókn ásamt lýsingu á afrekum þeirra í íþróttum, námsárangri og framlags til samfélagsins á síðu Stoðsendingu Rapyd.
Samstarfið við Handknattleikssamband Íslands er meira en bara stuðningur við íþróttina. Það umvefur óbilandi skuldbindingu Rapyd við samfélögin á Íslandi. Við hjá Rapyd erum stolt af langri sögu okkar og sýn okkar um að Ísland eigi að vera í forgrunni í fjártæknilausnum á heimsvísu. Sem leiðandi fyrirtæki í greiðslumiðluntengjum við íslensk fyrirtæki við umheiminn.
Til að læra meira um Stoðsendingu Rapyd og áframhaldandi skuldbindingu við Ísland farðu á: https://go.rapyd.net/is/skuldbinding
Subscribe Via Email
Thank You!
You’ve Been Subscribed.