Skip to content

Algengar spurningar og svör vegna sameiningar Rapyd og Valitor

Vinsamlegast kynnið ykkur eftirfarandi spurningar og svör hér að neðan. Sé enn eitthvað óljóst er ykkur velkomið að hafa samband í síma 558-8000 eða með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected]

Almennt um samruna
Rapyd og Valitor

Félögin Rapyd Europe hf. og Valitor hf. munu renna saman í lagalegum samruna félaganna. Samruninn er gerður á grundvelli XIV. kafla hlutafélagalaga sem hefur í för með sér að félögin sameinast lögformlega. Í því felst að félagið Rapyd Europe hf. verður lagt niður og Valitor hf. tekur yfir öll réttindi og skyldur Rapyd Europe hf. Nafn Valitor tekur breytingum og hið sameinaða félag mun starfa undir nafni “Rapyd”, með lögheitið Rapyd Europe hf.

Nei, við eigum ekki von á að samruninn hafi áhrif á þá þjónustu sem félögin hafa veitt viðskiptavinum sínum hingað til. Þessu fylgja þó einhverjar smávægilegar breytingar, til dæmis á uppgjörstíðni einstaka söluaðila.

Ekki láta þér bregða þó að greiðslur berist frá kennitölu Valitor. Eins og við tilkynntum viðskiptavinum Rapyd Europe fyrr á árinu þá höfum við flutt alla viðskiptavini okkar undir eitt greiðsluþjónustukerfi hjá Valitor. Við yfirfærsluna varð Valitor hf. kt. 500683-0589, formlega séð nýi greiðsluþjónustuveitandinn þinn og tók við réttindum og skyldum samkvæmt rammasamningi þínum við Rapyd Europe. Þess vegna berast uppgjörs greiðslur frá nýja greiðsluþjónustuveitendanum þínum, Valitor. Hins vegar mun nafn Valitor taka breytingum við samrunann og færð þú í framhaldinu greitt uppgjör frá Rapyd Europe hf., kt. 500683-0589.

Nafn Valitor tekur breytingum við samruna Rapyd Europe og Valitor þar sem sameinað félag mun starfa undir nafni “Rapyd”. Lögheiti hins sameinaða félags verður Rapyd Europe hf. og færð þú greitt uppgjör frá Rapyd Europe hf., kt. 500683-0589.

Yfirfærsla posaviðskipta frá Rapyd Europe hf. til Valitor hf.

Viðskiptavinir okkar þurfa ekki að gera neitt. Þegar tæknilega yfirfærslan verður framkvæmd mun ný stýring vera send í posa  sem svo uppfæra sig sjálfir við næstu bunka innsendingu.

Við komum til með að færa alla viðskiptavini Rapyd Europe hf yfir til Valitor hf. Breytingin felur í sér að Valitor mun sjá um hina formlegu leyfisskyldu starfsemi ásamt því að þjónusta bakvinnslu í færsluhirðingu. Það mun ekki vera gerðar neinar breytingar á innleiðingum viðskiptavina við kerfi Rapyd, ss. Greiðslugátt og vefþjónustur en þær þjónustur verða áfram sem áður.

Engar breytingar verða gerðar á þeim kjörum sem koma fram á núverandi samning.

Leitast verður til að halda sömu uppgjörstíðni og greiðslu dögum eftir því sem hægt er. Í einhverjum tilvikum þarf þó að samræma uppgjörsreglur milli ólíkra greiðslutegunda hjá sama söluaðila og er þá valin sú uppgjörsregla sem hefur hærri útgreiðslu tíðni, sem telst í hag söluaðila.

Óhjákvæmilega er þó einhver blæbrigðamunur á uppgjörsreglum og greiðsludögum í kerfum Rapyd Europe og Valitor og má hér á eftir finna lýsingu á helstu reglum eftir að yfirfærslu er lokið.

  • Mánaðarlegt uppgjör. Færslur sem eru sendar inn dagana 22. – 21. hvers mánaðar greiddar út í lok mánaðar, þ.e.a.s. 28. dag mánaðarins .
  • Vikulegt uppgjör. Vikulegt uppgjör tekur saman færslur sem safnast upp frá mánudegi til sunnudags. Útgreiðsla fer fram á miðvikudeginum á eftir (2 dögum eftir lokun uppgjörs) eða á þarnæsta mánudegi (7 dögum eftir lokun uppgjörs), breytilegt eftir samningum.
  • Daglegt uppgjör: Færslur sem eru sendar inn innan dagsins eru teknar saman og uppgjör er reiknað út daginn eftir. Útgreiðsla fer fram 1 eða 2 dögum eftir útreikning uppgjörs, breytilegt eftir samningum. 

Útgreiðslur sem hefðu átt að falla til á frídegi eða helgi færast yfir á næsta virka dag á eftir.

Allar þær færslur sem koma inn til okkar fyrir yfirfærsluna verða gerðar upp af Rapyd Europe hf. Við yfirfærsluna munu allar færslur fara í gegnum Valitor og munu uppgjör því greiðast af Valitor hf. Síðar á árinu mun nafn Valitor taka breytingum til að endurspegla Rapyd vörumerkið betur.

Þjónustuvefur Rapyd verður áfram sá sami. Ný valmynd mun birtast fyrir færslur, uppgjör og skýrslur eftir að yfirfærslu lýkur. Sú valmynd mun eingöngu eiga við um færslur sem verða sendar inn eftir yfirfærsluna. Upplýsingar um eldri viðskipti verða þó áfram aðgengileg á þjónustuvefnum undir annarri valmynd og merkt söguleg gögn

Ef að þú ert þegar í viðskiptum þá er best  að sækja um Amex með því að senda póst á [email protected]. Ef að þú ert að hefja viðskipti þá er best að sækja um á netinu: https://www.valitor.is/umsoknir/gera-samstarfssamning/

Yfirlit í PDF formi munu ekki vera send út með sjálfvirkum tölvupósti. Hægt er að nálgast öll helstu yfirlit og uppgjörsskýrslur inn á þjónustuvef Rapyd.

Við bjóðum upp á tengingar við DK, Origo, Advania, Wise, Tegra. Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við þjónustuteymi Rapyd í netfangið [email protected].